Wax Logic vaxið er unnið á hærri hita en flest önnur vöx (55-60°C). Ástæðan fyrir því að við viljum vinna það á hærri hita, er að vaxið er svo einstaklega þunnt og áferðin þannig að það nær að ‘leka’ alveg ofaní hársekkinn og grípa um hárrótina og ná henni þannig upp með áhrifaríkari hætti. Með því að vera með meiri hita opnast húðholurnar betur svo að hársekkurinn á auðveldar með að komast upp á yfirborðið, og þar af leiðandi er það mun sársaukaminna/sársaukalaust að koma í vaxmeðferð.

Vaxið er samt sérstaklega hannað fyrir þetta hitastig, það er ekki hægt að taka bara hvaða vax sem er og hækka hitann.

Þess vegna mælum við alltaf með að nota potta frá okkur, vegna þess að á þeim sérðu nákvæmt hitastig. Pottarnir okkar halda líka alltaf jöfnu hitastigi (ekki eins og mörg vaxtæki sem að eru alltaf að hita sig upp og slá svo af). Við mælum með að slökkva á pottunum á nóttunni, vaxið er tæpan klukkutíma að hita sig upp aftur í rétt hitastig.

Hver og ein tegund af vaxi hefur innihaldsefni sem að annars vegar verndar húðina, og svo hins vegar næra hana. Þannig að viðskiptavinur á að sjá og finna mun á því að koma reglulega í vaxmeðferð þar sem notað er vax frá Wax Logic. Húðin verður mýkri, ljómandi og minni líkur eru á inngrónum hárum.

Allar vörur frá Wax Logic eru Cruelty free.